Sandblástursfilmur

Sólarfilmur

Innréttinga & veggjafilmur

Sandblástursfilmur

Sandblástursfilmur eru filmur sem eru límdar á gler. Þær eru slitsterkar, vatns- og rakaþolnar, mjög endingargóðar og auðveldar í þrifum. Þær hafa svipað útlit og sandblásið gler en eru margfalt ódýrari kostur og hafa þær margvíslega kosti umfram glerið.

Má þar nefna að filmurnar er hægt að setja á hluta eða part af gleri, en slíkt er ekki hægt með sandblásið gler. Einnig er hægt að skipta þeim út seinna meir, fyrir annað munstur. Að lokum bjóða þær upp á þann möguleika að hafa fjölbreyttara munstur á sér, en glerið.

Sandblástursfilmur eru víða notaðar

business

Fyrirtæki...

...nota sandblástursfilmur til þess að afmarka skrifstofurými, þá er filma með eða án munsturs sett á glerveggi til þess að auka næði og fegra rýmið. Einnig er algengt að fyrirtæki noti sandblástursfilmur til þess að merkja glugga hjá sér með merki fyrirtækisins og nafni.

apartment

Húsfélög...

...hafa líka séð notagildi sandblástursfilmna sem kost fyrir sig með því að merkja anddyri fjölbýlishúsa með myndum, götuheiti og húsnúmeri.

location_city

Opinberar stofnanir...

...eins og sjúkrahús, hjúkrunarheimili og sambýli hafa einnig séð sér hag af því að nota sandblástursfilmur til þess að merkja og afmarka rými.

Sólarfilmur

Sólarfilmur eru dökkar filmur sem eru límdar á glugga og hafa það hlutverk að draga úr hitamyndun, glampa og vernda húsgögn. Það er ekki hægt að skera út neitt munstur á sólarfilmur, heldur eru þær límdar heilar á glugga.

Sólarfilmur þjóna öðrum tilgangi en sandblástursfilmur. Þær eru notaðar til þess að draga úr hitamyndun inn í rými, draga úr sýnileika inn í rými og vernda húsgögn.

Hafðu samband

Vantar þig frekari upplýsingar?
alternate_email

Tölvupóstur

sbfilmur@sbfilmur.is
phone

    Hafa samband