Sandblástursfilmur

Sólarfilmur

Innréttinga & veggjafilmur

Sandblástursfilmur

Sandblástursfilmur eru filmur sem eru límdar á gler. Þær eru slitsterkar, vatns- og rakaþolnar, mjög endingargóðar og auðveldar í þrifum. Þær hafa svipað útlit og sandblásið gler en eru margfalt ódýrari kostur og hafa þær margvíslega kosti umfram glerið.

Má þar nefna að filmurnar er hægt að setja á hluta eða part af gleri, en slíkt er ekki hægt með sandblásið gler. Einnig er hægt að skipta þeim út seinna meir, fyrir annað munstur. Að lokum bjóða þær upp á þann möguleika að hafa fjölbreyttara munstur á sér, en glerið.

Sandblástursfilmur...

favorite

Fegra

Sandblástursfilmur eru notaðar til þess að fegra glugga, sturtugler, spegla og glerskápa með því að skera út á filmuna ákveðið mynstur eða myndir.

label

Merkja

Sandblástursfilmur eru mjög oft notaðar til þess að merkja útidyrahurðir, glugga í þvottahúsi og glugga í bílskúr. Það er algengt að fólk vilji merkja útidyrahurðina með nöfnum heimilismeðlima, götuheiti og húsnúmeri.

security

Vernda

Sandblástursfilmur þjóna einnig þeim tilgangi að vernda glerið. Má þar nefna að sé slík filma sett á sturtugler, þá litast glerið ekki, eins og gerist ef að kísill lendir beint á glerinu. Einnig kemur sandblástursfilma í veg fyrir að glerbrot fari út um allt, ef svo vill til að gluggi brotni.

Sólarfilmur

Sólarfilmur eru dökkar filmur sem eru límdar á glugga og hafa það hlutverk að draga úr hitamyndun, glampa og vernda húsgögn. Það er ekki hægt að skera út neitt munstur á sólarfilmur, heldur eru þær límdar heilar á glugga.

Þær hafa í raun og veru sama hlutverk og dökkar filmur í bílrúðum hafa. Það hefur verið að færast í aukana að fólk fái sér sólarfilmur heim til sín og má þar nefna að sólstofur eru oft rými sem hitna talvert mikið. Þar reynast sólarfilmur góður kostur.

Hafðu samband

Vantar þig frekari upplýsingar?
alternate_email

Tölvupóstur

sbfilmur@sbfilmur.is
phone

    Hafa samband